Íslenski boltinn

Þetta eru sérfræðingarnir í Pepsi Max-mörkunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sérfræðingateymi Pepsi Max-markanna.
Sérfræðingateymi Pepsi Max-markanna. Vísir
Markaþáttur Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla verður á sínum stað í sumar og sem fyrr í umsjón Harðar Magnússonar. Hann verður með öflugt teymi sérfræðinga sér við hlið.

Tveir nýir sérfræðingar verða í teyminu í sumar sem hafa ekki verið áður. Það eru annars vegar Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson.

Atli Viðar er knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur enda margfaldur Íslandsmeistari á glæsilegum ferli með FH. Hann er þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi með 113 mörk, sem hann skoraði öll með FH. Hann á einnig að baki fjóra A-landsleiki.

Þorkell Máni er þaulvanur fjölmiðlamaður sem hefur síðustu ár verið í sérfræðingateymi í Pepsimörkum kvenna. Hann hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið í efstu deildum.

Reynir Leósson, Þorvaldur Örlygsson og Hallbera Guðný Gísladóttir halda áfram í þættinum en þau voru öll með síðstliðið sumar. Þá snýr  Logi Ólafsson aftur en hann hefur verið þjálfari Víkings Reykjavíkur síðustu ár.

Nýtt tímabil í Pepsi Max-deildinni hefst 26. apríl en upphitunarþáttur verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 25. apríl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×