Erlent

Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar rannsaka svæðið þar sem eitt líkanna fannst.
Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar rannsaka svæðið þar sem eitt líkanna fannst. EPA
Kýpverskur maður hefur viðurkennt fyrir lögreglu þar í landi að hafa myrt sjö konur og stúlkur. Fjölmiðlar landsins tala um málið sem „fyrstu fjöldamorð“ eyríkisins. BBC greinir frá.

Tvö lík fundust í námu fyrr í þessum mánuði og þá fannst þriðja líkið á fimmtudag.

Maðurinn, sem er 35 ára gamall grísk-kýpverskur yfirmaður í hernum, viðurkenndi að hafa myrt konurnar sem um ræddi, auk þess sem hann játaði á sig fleiri morð.

Lögreglan leitar nú líkanna sem ekki hafa fundist. Þær konur sem ekki hafa fundist eru meðal annars kona af nepölskum eða indverskum uppruna og rúmensk kona og átta ára dóttir hennar, ef marka má upplýsingar sem maðurinn veitti lögreglunni.

Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert en lögregluyfirvöld á Kýpur hafa farið fram á lengt gæsluvarðhald yfir honum auk þess sem kallað hefur verið eftir aðstoð breskra rannsóknarsérfræðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×