Samsung þjarmar að iFixit vegna Galaxy Fold Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 09:00 Fallegur en brothættur Samsung Galaxy Fold. Nordicphotos/AFP Suðurkóreski tæknirisinn Samsung skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu iFixit að fjarlægja myndband af YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti Samsung Galaxy Fold, hinn væntanlega samanbrjótanlega snjallsíma Samsung, tekinn í sundur. „Við fengum Galaxy Fold í gegnum samstarfsaðila. Samsung fór fram á það við samstarfsaðilann að iFixit fjarlægði myndbandið. Við erum ekki skyldug til þess að gera það en í virðingarskyni höfum við ákveðið að fjarlægja myndbandið þar til við getum keypt Galaxy Fold er hann fer í almenna sölu,“ sagði í tilkynningu iFixit. Samsung svaraði ekki fyrirspurn tæknimiðilsins The Verge um málið. Það liggur hins vegar fyrir að Samsung hefur átt í nokkru basli með þennan síma að undanförnu. Fyrr í vikunni var greint frá því að Samsung hefði innkallað alla Galaxy Fold frá gagnrýnendum og tæknibloggurum til þess að skoða frekar alvarlegan galla. Gagnrýnendur og bloggarar höfðu margir hverjir lent í því að innri skjár símans skemmdist við minnsta eða jafnvel ekkert sjáanlegt áreiti. Þá hefur Samsung einnig frestað því að síminn verði settur í sölu vegna vandans. Talið er að gallann megi rekja til núnings sem myndast við hjarir símans. Birtist í Fréttablaðinu Samsung Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Suðurkóreski tæknirisinn Samsung skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu iFixit að fjarlægja myndband af YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti Samsung Galaxy Fold, hinn væntanlega samanbrjótanlega snjallsíma Samsung, tekinn í sundur. „Við fengum Galaxy Fold í gegnum samstarfsaðila. Samsung fór fram á það við samstarfsaðilann að iFixit fjarlægði myndbandið. Við erum ekki skyldug til þess að gera það en í virðingarskyni höfum við ákveðið að fjarlægja myndbandið þar til við getum keypt Galaxy Fold er hann fer í almenna sölu,“ sagði í tilkynningu iFixit. Samsung svaraði ekki fyrirspurn tæknimiðilsins The Verge um málið. Það liggur hins vegar fyrir að Samsung hefur átt í nokkru basli með þennan síma að undanförnu. Fyrr í vikunni var greint frá því að Samsung hefði innkallað alla Galaxy Fold frá gagnrýnendum og tæknibloggurum til þess að skoða frekar alvarlegan galla. Gagnrýnendur og bloggarar höfðu margir hverjir lent í því að innri skjár símans skemmdist við minnsta eða jafnvel ekkert sjáanlegt áreiti. Þá hefur Samsung einnig frestað því að síminn verði settur í sölu vegna vandans. Talið er að gallann megi rekja til núnings sem myndast við hjarir símans.
Birtist í Fréttablaðinu Samsung Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira