Íslendingur skotinn til bana í Noregi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 13:56 Frá vettvangi morðsins TV2/Christoffer Robin Jensen Karlmaðurinn sem skotinn var til bana í Mehamn í Norður-Noregi í nótt er íslenskur. Tveir menn sem handteknir voru vegna dauða hans eru einnig sagðir Íslendingar. Ríkisútvarpið fullyrðir þetta en ekki kemur fram í fréttinni hverjar heimildir þess eru. Maður á fertugsaldri fannst alvarlega slasaður í íbúðarhúsi í Mehamn eftir að lögreglu barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn laust fyrir klukkan hálf sex í morgun. Í fréttatilkynningu norsku lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Að sögn lögreglunnar tengdust hinn látni og hinn grunaði, en hún vildi ekki útlista nánar hvers eðlis samband þeirra var. Norska lögreglan vildi ekki staðfesta þjóðerni mannanna við fréttastofu fyrr í dag fyrr en búið væri að hafa samband við aðstandendur mannsins sem lést. Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins né alþjóðadeild ríkislögreglustjóra gátu veitt fréttastofu upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. Klukkan sex í morgun var tilkynnt um yfirgefinn bíl í skurði nálægt Gamvik, um 15 kílómetra frá Mehamn. Lögreglan segist telja bílinn tengjast málinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem segir að búið sé að tryggja vettvang glæpsins. Um ellefuhundruð manns búa í Mehamn en bænastund verður vegna málsins í kirkju bæjarins síðdegis í dag. Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Finnmörk Fertugur karlmaður var skotinn til bana í Mehamn í Norður-Noregi í nótt. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. 27. apríl 2019 11:20 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Karlmaðurinn sem skotinn var til bana í Mehamn í Norður-Noregi í nótt er íslenskur. Tveir menn sem handteknir voru vegna dauða hans eru einnig sagðir Íslendingar. Ríkisútvarpið fullyrðir þetta en ekki kemur fram í fréttinni hverjar heimildir þess eru. Maður á fertugsaldri fannst alvarlega slasaður í íbúðarhúsi í Mehamn eftir að lögreglu barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn laust fyrir klukkan hálf sex í morgun. Í fréttatilkynningu norsku lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Að sögn lögreglunnar tengdust hinn látni og hinn grunaði, en hún vildi ekki útlista nánar hvers eðlis samband þeirra var. Norska lögreglan vildi ekki staðfesta þjóðerni mannanna við fréttastofu fyrr í dag fyrr en búið væri að hafa samband við aðstandendur mannsins sem lést. Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins né alþjóðadeild ríkislögreglustjóra gátu veitt fréttastofu upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. Klukkan sex í morgun var tilkynnt um yfirgefinn bíl í skurði nálægt Gamvik, um 15 kílómetra frá Mehamn. Lögreglan segist telja bílinn tengjast málinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem segir að búið sé að tryggja vettvang glæpsins. Um ellefuhundruð manns búa í Mehamn en bænastund verður vegna málsins í kirkju bæjarins síðdegis í dag.
Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Finnmörk Fertugur karlmaður var skotinn til bana í Mehamn í Norður-Noregi í nótt. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. 27. apríl 2019 11:20 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Maður skotinn til bana í Finnmörk Fertugur karlmaður var skotinn til bana í Mehamn í Norður-Noregi í nótt. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. 27. apríl 2019 11:20