Formúla 1

Sjáðu uppgjörsþáttinn eftir kappaksturinn í Bakú

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjórða keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram í Bakú í dag en Mercedes hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.

Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Aserbaídsjan í dag en hann byrjaði á ráspól. Hann lét fyrsta sætið aldrei af hendi og kom fyrstur í mark.

Næstur í mark var liðsfélagi hans úr Mercedes-liðinu, Lewis Hamilton, en Hamilton varð heimsmeistari á síðasta tímabili. Það varð hans fimmti titill.

 





Þrátt fyrir að samherjar vildi Hamilton klárlega ná fyrsta sætinu og setti mikla pressu á Bottas allan tímann sem hélt þó fyrsta sætinu.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir keppni dagsins en uppgjörsþátt þeirra má sjá í sjónvarspglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×