Erlent

Síðasta kven­dýr risa­skjald­böku­tegundar dautt

Andri Eysteinsson skrifar
Síðasta kvendýrið sést hér við hestaheilsu eftir tæknifrjóvguní fyrra.
Síðasta kvendýrið sést hér við hestaheilsu eftir tæknifrjóvguní fyrra. Getty/VCG
Síðasta kvendýr Bláárrisaskjaldbökunnar, sem vitað er af, drapst í dýragarðinum í Suzhou í Kína í gærkvöld. AP greinir frá.

Skjaldbakan var ein þeirra fjögurra sem vitað er af á lífi. Nú eru því einungis þrjár Bláárrisaskjaldbökur eftir á lífi, eitt karldýr í Suzhou-dýragarðinum og tvær skjaldbökur í dýragarði í Víetnam, ekki er vitað hvaða kyns þær skjaldbökur eru.

Yfirvöld í Suzhou greindu frá sorgarfregnunum í dag og sögðu að sérfræðingar hefðu þegar fjarlægt æxlunarfæri skjaldbökunnar og hyggjast nota til rannsókna.

Skjaldbakan var meira en 90 ára gömul og hafði nýlega verið reynd fimmta tæknisfrjóvgun á henni, án árangurs. Í læknisskoðun eftir aðgerðina virtist allt með himnalagi en allt kom fyrir ekki og skjaldbakan drapst degi síðar.

Bláárrisaskjaldbakan , (l. Rafetus swinhoei, e. Yangtze giant softshell turtle), á uppruna sinn í Bláá eða Jangtse í Kína. Rannsókn er hafin til að finna dánarorsök skjaldbökunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×