Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Andri Eysteinsson skrifar 15. apríl 2019 20:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað fréttaflutningi Eyjunnar. Skjáskot/DV/Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira