Stórsókn í velferðarmálum – húsnæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 16. apríl 2019 08:00 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar