Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 10:28 Berglind Svavarsdóttir segir málið snúast um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari. „Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53