Virk samkeppni er kjaramál Valur Þráinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun