„Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir EES-samninginn hafa haft mjög góða hluti í för með sér fyrir neytendur. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45
Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00