Barnaverndarstofa sækist eftir að áfrýja máli Freyju til Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 17:54 Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri var felld úr gildi í Landsrétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni. Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni.
Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55