Erlent

28 látnir í rútu­slysi á Madeira

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið var í Caniço, suður af Santa Cruz á austurhluta eyjarinnar.
Slysið var í Caniço, suður af Santa Cruz á austurhluta eyjarinnar. EPA/HOMEM GOUVEIA
Að minnsta kosti 28 manns eru látnir eftir að rúta með ferðamönnum valt á portúgölsku eyjunni Madeira í kvöld. Þetta staðfestir talsmaður portúgalskra yfirvalda í samtali við fréttastofuna Lusa.

Þýska blaðið Bild segir frá því að níu þýskir ferðamenn séu í hópi látinna.

Slysið var í Caniço, suður af Santa Cruz á austurhluta eyjarinnar í kvöld, en alls voru um fimmtíu manns í rútunni. Mikill fjöldi sjúkrabíla var sendur á vettvang.

Ekki liggur fyrir um orsakir slyssins, sen svo virðist sem að bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni á gatnamótum og ekið út af.

Filipe Sousa, borgarstjóri Santa Cruz, segir í samtali við Noticias Ao Minuto að hinir slösuðu hafi verið sendir á sjúkrahúsið í Funchal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×