Uppgjör: Hamilton fékk sigurinn á silfurfati Bragi Þórðarson skrifar 1. apríl 2019 22:00 Leclerc gat ekki verið sáttur er hann stóð á verðlaunapalli í fyrsta skiptið í Formúlu 1 Getty Önnur umferðin í Formúlu 1 fór fram í Barein í gær. Kappaksturinn var mjög líflegur, mikið var um framúrakstur á brautinni og mikið drama. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó-búi, byrjaði á ráspól um helgina eftir frábæran árangur í tímatökum. Leclerc átti þó hræðilegan fyrsta hring og datt niður í þriðja sætið eftir fyrstu beygjurnar. Þessi bráðefnilegi ökuþór ætlaði þó ekki að sætta sig við það og með snilldar akstri var Leclerc kominn aftur upp í fyrsta sætið á sjötta hring. Charles varð þar með fimmtugasti ökuþórinn til að leiða keppni fyrir Ferrari.Það var nóg um að vera á Barein-brautinni um helginaGettyVettel í vandræðum Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, átti engin svör við unga og efnilega liðsfélaga sínum. Vettel varð að gefa forusta af hendi á sjötta hring eftir að hafa hrifsað hana af Leclerc í fyrstu beygju. Ástandið átti eftir að verða verra fyrir Þjóðverjann. Eftir annað dekkjastopp sitt kom hann út á brautina rétt á undan Mercedes ökuþórnum Lewis Hamilton. Hamilton hafði náð að minnka bilið á milli þeirra úr fimm sekúndum niður í eina og hálfa í þjónustuhléunum. Nú setti Bretinn pressu á keppinaut sinn og komst loks framúr á hring 37. Ekki nóg með að Vettel missti sætið til Hamilton heldur þá snéri Þjóðverjinn Ferrari-bíl sínum í átökunum. Þetta sáum við margoft í fyrra og virðist Vettel lítið hafa lært í vetur. Eftir að hafa misst framvæng sinn seinna á hringnum endaði Sebastian í fimmta sæti í eyðimörkinni. Charles Leclerc hélt uppteknum hætti og sýndi sannkallaða meistaratakta næstu hringi. Var ekkert að keyra of hratt en var þó að byggja upp gott forskot á Mercedes bílana. Þegar aðeins 12 hringir voru eftir hafði Mónakó-búinn rúmlega tíu sekúndna forskot á Hamilton, en þá gripu máttarvöldin í taumanna.Vettel og Leclerc börðust um forustuna á sjötta hringGetty,,Það er eitthvað að vélinni’’ Þetta fengu liðsstjórar Ferrari að heyra frá Leclerc á 46. hring af 57. Þá hafði rafmagnsmótorinn í bílnum bilað, þessi mótor veitir bílunum auka 160 hestöfl. Með ekkert aukaafl var Leclerc ráðalaus og tveimur hringjum seinna var Hamilton kominn í fyrsta sætið. Valtteri Bottas, sigurvegari fyrstu umferðarinnar, komst einnig framúr vélarvana Ferrari-bílnum og þurfti Leclerc því að sætta sig við þriðja sætið í Barein. Aðra keppnina í röð enda Mercedes bílarnar í fyrsta og öðru sæti, þrátt fyrir að Ferrari voru lang hraðastir alla helgina. ,,Þvílík óheppni hjá Leclerc, þetta er góður sigur en við höfum verk að vinna drengir’’ sagði Hamilton til liðsins í lok keppninnar. Það þótti engum að undra þegar að Charles Leclerc var kosinn ökumaður kappakstursins í gær. Charles náði sínum fyrsta verðlaunapalli í Formúlu 1 en var að vonum vonsvikinn eftir keppnina.Mónakó-búinn niðurbrotinn á verðlaunapallinum í BareinGettyHefði getað farið verr fyrir Leclerc Max Verstappen kom fjórði í mark þó að allt leit út fyrir að Red Bull ökuþórinn myndi ná þriðja sætinu af Leclerc á lokahringjunum. En þar sem öryggisbíllinn var kallaður út þegar aðeins þrír hringir voru eftir var Max að sætta sig við fjórða sætið. Hollendingurinn hafði klárað síðustu sex keppnir á verðlaunapalli. Ástæða þess að öryggisbíllinn var kallaður út er sú að báðir Renault bílarnir biluðu á nákvæmlega sama stað, á sama tíma. Ótrúleg uppákoma og urðu bæði Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg frá að hverfa á lokasprettinum. Lando Norris, eini unglingurinn í Formúlunni komst þar með upp í sjötta sætið á sínum McLaren. Þetta er aðeins önnur keppni Bretans en landi hans, Jenson Button, náði sama árangri á sínu fyrsta tímabili. Kimi Raikkonen kom sjöundi í mark fyrir Alfa Romeo. Þess má til gamans geta að þegar Kimi keppti sína fyrstu keppni var Norris aðeins sextán mánaða gamall.Raikkonen og Norris sjást hér berjast um sjötta sætiðGettyÁhugaverð staða í mótinu Úrslit helgarinnar þýða að Valtteri Bottas leiðir enn heimsmeistaramót ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Max Verstappen er þriðji og Charles Leclerc fjórði. Á þessum tímapunkti í fyrra hafði Sebastian Vettel 17 stiga forskot á Hamilton, en þessir tveir hafa barist um titilinn síðustu ár. Þrátt fyrir forskot Vettel í byrjun tímabils í fyrra varð það Hamilton sem hreppti sinn fimmta titil. Nú er það hinsvegar Hamilton sem hefur 21 stigs forskot á Vettel þegar tveimur umferðum er lokið. Næsta keppni fer fram í Kína eftir tvær vikur. Sjanghæ brautin er þekkt fyrir að vera mjög skemmtileg og bíður upp á mikinn framúrakstur. Í vetur var reglum breytt í Formúlunni til að bjóða uppá skemmtilegri keppnir. Það er alveg ljóst að þessar reglubreytingar hafa virkað gríðarlega vel og stefnir allt í frábært tímabil í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Önnur umferðin í Formúlu 1 fór fram í Barein í gær. Kappaksturinn var mjög líflegur, mikið var um framúrakstur á brautinni og mikið drama. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó-búi, byrjaði á ráspól um helgina eftir frábæran árangur í tímatökum. Leclerc átti þó hræðilegan fyrsta hring og datt niður í þriðja sætið eftir fyrstu beygjurnar. Þessi bráðefnilegi ökuþór ætlaði þó ekki að sætta sig við það og með snilldar akstri var Leclerc kominn aftur upp í fyrsta sætið á sjötta hring. Charles varð þar með fimmtugasti ökuþórinn til að leiða keppni fyrir Ferrari.Það var nóg um að vera á Barein-brautinni um helginaGettyVettel í vandræðum Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, átti engin svör við unga og efnilega liðsfélaga sínum. Vettel varð að gefa forusta af hendi á sjötta hring eftir að hafa hrifsað hana af Leclerc í fyrstu beygju. Ástandið átti eftir að verða verra fyrir Þjóðverjann. Eftir annað dekkjastopp sitt kom hann út á brautina rétt á undan Mercedes ökuþórnum Lewis Hamilton. Hamilton hafði náð að minnka bilið á milli þeirra úr fimm sekúndum niður í eina og hálfa í þjónustuhléunum. Nú setti Bretinn pressu á keppinaut sinn og komst loks framúr á hring 37. Ekki nóg með að Vettel missti sætið til Hamilton heldur þá snéri Þjóðverjinn Ferrari-bíl sínum í átökunum. Þetta sáum við margoft í fyrra og virðist Vettel lítið hafa lært í vetur. Eftir að hafa misst framvæng sinn seinna á hringnum endaði Sebastian í fimmta sæti í eyðimörkinni. Charles Leclerc hélt uppteknum hætti og sýndi sannkallaða meistaratakta næstu hringi. Var ekkert að keyra of hratt en var þó að byggja upp gott forskot á Mercedes bílana. Þegar aðeins 12 hringir voru eftir hafði Mónakó-búinn rúmlega tíu sekúndna forskot á Hamilton, en þá gripu máttarvöldin í taumanna.Vettel og Leclerc börðust um forustuna á sjötta hringGetty,,Það er eitthvað að vélinni’’ Þetta fengu liðsstjórar Ferrari að heyra frá Leclerc á 46. hring af 57. Þá hafði rafmagnsmótorinn í bílnum bilað, þessi mótor veitir bílunum auka 160 hestöfl. Með ekkert aukaafl var Leclerc ráðalaus og tveimur hringjum seinna var Hamilton kominn í fyrsta sætið. Valtteri Bottas, sigurvegari fyrstu umferðarinnar, komst einnig framúr vélarvana Ferrari-bílnum og þurfti Leclerc því að sætta sig við þriðja sætið í Barein. Aðra keppnina í röð enda Mercedes bílarnar í fyrsta og öðru sæti, þrátt fyrir að Ferrari voru lang hraðastir alla helgina. ,,Þvílík óheppni hjá Leclerc, þetta er góður sigur en við höfum verk að vinna drengir’’ sagði Hamilton til liðsins í lok keppninnar. Það þótti engum að undra þegar að Charles Leclerc var kosinn ökumaður kappakstursins í gær. Charles náði sínum fyrsta verðlaunapalli í Formúlu 1 en var að vonum vonsvikinn eftir keppnina.Mónakó-búinn niðurbrotinn á verðlaunapallinum í BareinGettyHefði getað farið verr fyrir Leclerc Max Verstappen kom fjórði í mark þó að allt leit út fyrir að Red Bull ökuþórinn myndi ná þriðja sætinu af Leclerc á lokahringjunum. En þar sem öryggisbíllinn var kallaður út þegar aðeins þrír hringir voru eftir var Max að sætta sig við fjórða sætið. Hollendingurinn hafði klárað síðustu sex keppnir á verðlaunapalli. Ástæða þess að öryggisbíllinn var kallaður út er sú að báðir Renault bílarnir biluðu á nákvæmlega sama stað, á sama tíma. Ótrúleg uppákoma og urðu bæði Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg frá að hverfa á lokasprettinum. Lando Norris, eini unglingurinn í Formúlunni komst þar með upp í sjötta sætið á sínum McLaren. Þetta er aðeins önnur keppni Bretans en landi hans, Jenson Button, náði sama árangri á sínu fyrsta tímabili. Kimi Raikkonen kom sjöundi í mark fyrir Alfa Romeo. Þess má til gamans geta að þegar Kimi keppti sína fyrstu keppni var Norris aðeins sextán mánaða gamall.Raikkonen og Norris sjást hér berjast um sjötta sætiðGettyÁhugaverð staða í mótinu Úrslit helgarinnar þýða að Valtteri Bottas leiðir enn heimsmeistaramót ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Max Verstappen er þriðji og Charles Leclerc fjórði. Á þessum tímapunkti í fyrra hafði Sebastian Vettel 17 stiga forskot á Hamilton, en þessir tveir hafa barist um titilinn síðustu ár. Þrátt fyrir forskot Vettel í byrjun tímabils í fyrra varð það Hamilton sem hreppti sinn fimmta titil. Nú er það hinsvegar Hamilton sem hefur 21 stigs forskot á Vettel þegar tveimur umferðum er lokið. Næsta keppni fer fram í Kína eftir tvær vikur. Sjanghæ brautin er þekkt fyrir að vera mjög skemmtileg og bíður upp á mikinn framúrakstur. Í vetur var reglum breytt í Formúlunni til að bjóða uppá skemmtilegri keppnir. Það er alveg ljóst að þessar reglubreytingar hafa virkað gríðarlega vel og stefnir allt í frábært tímabil í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira