Erlent

Felldu Brexit-tillögur

Birgir Olgeirsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Breta.
Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/EPA
Breskir þingmenn greiddu gegn fjórum tillögum í kvöld sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þar á meðal voru greidd atkvæði um tollabandalag og veru Breta á innri markaði en engin þeirra hlaut meirihluta á þinginu. 

Atkvæðagreiðslan var ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina.

Samningum sem Theresa May, forsætisráðherra Breta, hefur náð við Evrópusambandið um útgöngu Breta, hefur verið hafnað þrívegis. 

Hún hefur nú til 12. apríl næstkomandi til að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að ná fram öðru samkomulagi eða þá að ákveða að ganga úr sambandinu án samkomulags.

Mun May funda með ríkisstjórn sinni á morgun til að ræða næstu skref.

Tillagan var felld með minnsta mun í kvöld, en aðeins munaði þremur atkvæðum.

Hefði hún náð fram að ganga þá hefði Bretland búið við sama fyrirkomulag og önnur lönd innan ESB er varðar tolla og gjöld á vörur. Hefði það mögulega geta einfaldað deilurnar sem ríkja um landamæri við Norður Írland en gert það að verkum að Bretar hefðu ekki geta gert samkomulag við aðrar þjóðir.

Þingmaður Íhaldsflokksins, Nick Boles, tilkynnti eftir atkvæðagreiðsluna að hann hefði sagt sig úr flokknum. Ástæðan væri að hann hefði gert allt sem í sínu valdi stæði til að ná fram málamiðlun en sagðist ætla að sitja áfram á þingi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×