Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 13:32 Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira