Erlent

Frum­kvöðull á bak við lita­æði allur

Atli Ísleifsson skrifar
Í settum Robbins var að finna striga með númeruðum reitum þar sem hvert númer átti við ákveðinn lit.
Í settum Robbins var að finna striga með númeruðum reitum þar sem hvert númer átti við ákveðinn lit. Wikipedia commons
Bandaríski listamaðurinn Dan Robbins, maðurinn á bak við æði sem gekk yfir Bandaríkin um miðja síðustu öld og sneri að því að mála eftir númerum, er látinn, 93 ára aldri.

Sonur Robbins staðfesti andlátið í samtali við AP, en hann andaðist í Sylvaniu í Ohio.

Robbins starfaði á litaframleiðslufyrirtæki á fimmta áratugnum þegar hann fann upp settin, sem innihéldu striga með númeruðum reitum þar sem hvert númer átti við ákveðinn lit.

Á sjötta áratugnum seldust milljónir eintaka í Bandaríkjunum á hverju ári.

Robbins sagði að starfsaðferðir Leonardo da Vinci hafi veitt honum innblástur, en da Vinci notaðist við sambærilegar aðferðir þegar hann kenndi lærlingum sínum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×