Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 23:30 Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er í forystu Líkúd flokksins. Getty/Amir Levy Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. AP greinir frá þessum fyrirætlunum forsætisráðherrans.Vesturbakkinn er meðal þeirra svæði hvar Palestínumenn hafa séð fyrir að stofna eigi sjálfstætt Palestínuríki. Auk Vesturbakkans er um að ræða Gaza og Austur-Jerúsalem.Samkvæmt tölum BBC búa um 2.5 milljónir Palestínumanna á Vesturbakkanum en um 400.000 Ísraelar búa í byggðum á Vesturbakkanum. Það eru þær byggðir sem Netanjahú vill innlima í Ísrael. Miklar deilur hafa verið um þessar byggðir sem eru samkvæmt alþjóðalögum ólöglegar, en Ísrael vill meina að svo sé ekki. Palestínumenn segja að byggðirnar komi í veg fyrir að hægt sé að mynda sjálfstæða Palestínu í framtíðinni en Ísraelar segja að Palestínumenn noti byggðirnar til að komast hjá friðarviðræðum. Ríki heimsins hafa mörg hver aðhyllt hina svökölluðu tveggja ríkja lausn. Bandaríkin hafa löngum séð um milligöngu í viðræðum ríkjanna um varanlega lausn á deilum þeirra. Ákvarðanir ríkisstjórnar Donald Trump um Jerúsalem og Gólanhæðir hafa þó haft neikvæð áhrif á samband milli ríkjanna þriggja. Stjórnmálaspekingar telja að þetta útspil Netanjahú sé til þess fallið að höfða til þjóðernissinnaðri hluta kjósenda sinna og vonar hann að þeir skili flokki hans, Líkúd, aftur inn í ríkisstjórn og tryggi Netanjahú sitt fimmta kjörtímabil. Skoðanakannanir hafa sýnt að mjótt er á munum milli Líkúd flokksins og Blá-Hvíta-flokki Benny Gantz. Þó er enn talið mun líklegra að Líkúd-flokkur Netanjahú muni eiga betri möguleika á að mynda ríkisstjórn. Ísrael Palestína Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. AP greinir frá þessum fyrirætlunum forsætisráðherrans.Vesturbakkinn er meðal þeirra svæði hvar Palestínumenn hafa séð fyrir að stofna eigi sjálfstætt Palestínuríki. Auk Vesturbakkans er um að ræða Gaza og Austur-Jerúsalem.Samkvæmt tölum BBC búa um 2.5 milljónir Palestínumanna á Vesturbakkanum en um 400.000 Ísraelar búa í byggðum á Vesturbakkanum. Það eru þær byggðir sem Netanjahú vill innlima í Ísrael. Miklar deilur hafa verið um þessar byggðir sem eru samkvæmt alþjóðalögum ólöglegar, en Ísrael vill meina að svo sé ekki. Palestínumenn segja að byggðirnar komi í veg fyrir að hægt sé að mynda sjálfstæða Palestínu í framtíðinni en Ísraelar segja að Palestínumenn noti byggðirnar til að komast hjá friðarviðræðum. Ríki heimsins hafa mörg hver aðhyllt hina svökölluðu tveggja ríkja lausn. Bandaríkin hafa löngum séð um milligöngu í viðræðum ríkjanna um varanlega lausn á deilum þeirra. Ákvarðanir ríkisstjórnar Donald Trump um Jerúsalem og Gólanhæðir hafa þó haft neikvæð áhrif á samband milli ríkjanna þriggja. Stjórnmálaspekingar telja að þetta útspil Netanjahú sé til þess fallið að höfða til þjóðernissinnaðri hluta kjósenda sinna og vonar hann að þeir skili flokki hans, Líkúd, aftur inn í ríkisstjórn og tryggi Netanjahú sitt fimmta kjörtímabil. Skoðanakannanir hafa sýnt að mjótt er á munum milli Líkúd flokksins og Blá-Hvíta-flokki Benny Gantz. Þó er enn talið mun líklegra að Líkúd-flokkur Netanjahú muni eiga betri möguleika á að mynda ríkisstjórn.
Ísrael Palestína Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira