Kim leiðir með minnsta mun fyrir lokahringinn í Texas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:29 Kim lék á þremur höggum undir pari í dag. vísir/getty Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira