Innlent

Rúmur fjórðungur vill flytja inn kjöt frá Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Könnunin bendir til þess að Íslendingur séu almennt á móti innflutningi á evrópsku kjöti.
Könnunin bendir til þess að Íslendingur séu almennt á móti innflutningi á evrópsku kjöti. Fréttablaðið/Stefán
Rúmlega helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun MMR segist andvígur því að leyfa innflutning á fersku kjöti frá Evrópu en rétt rúmur fjórðungur er því fylgjandi. Yngra fólk hefur merkjanlegra frjálslyndara viðhorf til innflutnings en eldra ef marka má könnunina.

Spurt var út í afstöðu fólks til innflutnings á fersku kjöti frá löndum á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Af þeim sem svöruðu sögðust 55% andvígur en 27% fylgjandi. Þar af sögðust 38% mjög andvíg innflutningnum, 18% frekar andvíg og 17% hvorki fylgjandi né andvíg. Um 15% voru frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi.

Andstaðan við innflutninginn eykst með aldri í könnuninni. Þannig sögðust 70% fólks á aldrinu 68 ára og eldri frekar eða mjög andvíg en 52% fólks á aldrinum 18-29 ára. Í aldurshópnum 30-49 ára voru 49% andsnúin innflutningi á kjöti.

Mestur stuðningur við innflutninginn var í aldurshópnum 30-49 ára, rétt um þriðjungur, en minnstur í í yngsta aldurhópnum, um fimmtungur.

Konur höfðu meiri efasemdir um innflutninginn en karlar. Um 63% kvenna voru andvígar honum en 48% karla. Þá voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu mun líklegri til að aðhyllast frjálsan innflutning á kjöti en landsbyggðarbúar. Yfir helmingur landsbyggðarbúa sagðist mjög andvígur innflutningnum en þriðjungur höfuðborgarbúa sagðist honum fylgjandi.

Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka nýtur innflutningur á kjöti mestrar hylli hjá stuðningsmönnum Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%). Mest andstaða var í röðum framsóknarfólks (82%), miðflokksfólks (80%) og vinstrigrænna (78%).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×