Erlent

Felicity Huffman og fleiri játa sekt

Samúel Karl Ólason skrifar
Felicity Huffman.
Felicity Huffman. AP/Steven Senne
Leikkonan Felicity Huffman og fleiri foreldrar ætla að játa sekt í háskólasvikamyllu. Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum.

Huffman, sem lék í hinum vinsælu þáttum Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Houswives), er sökuð um að hafa greitt manni fimmtán þúsund dali svo hún fengi betri einkunn í samræmdum prófum. Eiginmaður hennar, leikarinn William H. Macy, var ekki ákærður, en saksóknarar hafa ekki viljað segja af hverju ekki.

Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu



Leikkonan Lori Loughlin, sem lék í þáttunum Full House, og eiginmaður hennar fatahönnuðurinn Mossimo Giannulli, eru sökuð um að hafa greitt hálfa milljón dala í mútur til að koma tveimur dætrum sínum í háskóla í gegnum íþróttir, sem hvorug dætranna stundaði í rauninni.

Þau eru ekki meðal þeirra sem ætla að játa, samkvæmt AP fréttaveitunni, og þau hafa ekki tjáð sig um málið.

Nokkrir þjálfarar íþróttaliða í háskólum hafa verið ákærðir. Þar af er Gordon Ernst sem sakaður er um að hafa þegið 2,7 milljónir dala í mútur til að koma tólf manns inn í Georgetown háskólann. Hann og aðrir þjálfarar neita sök. Nokkrir þeirra hafa þó játað sök.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×