Sleðahundurinn Katrín Tanja ætlaði að verða lögfræðingur og sendiherra Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Katrín Tanja vill vera í vinnunni eins og sleðahundur. mynd/twitter Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan. Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan.
Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30