Erlent

Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu

Samúel Karl Ólason skrifar
Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli.
Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli. AP/Steven Senne
Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. Tilkynnt var í gær að þrettán af þeim 33 sem hafa verið ákærðir vegna málsins ætluðu að játa brot sín en þau voru öll ákærð fyrir svik.

Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt mútum og svikum til að tryggja börnum sínum inngöngu í nokkra af virtustu háskólum Bandaríkjanna.

Á meðal þeirra sem játuðu í gær var leikkonan Felicity Huffman.

Sjá einnig: Felicity Huffman og fleiri játa sekt



Loughlin og eiginmaður hennar, tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli, eru sökuð um að hafa greitt hálfa milljón dala til að tryggja dætrum sínum inngöngu í háskóla í Kaliforníu í gegnum íþrótt sem hvorug dætranna stundaði.

Fyrirtæki manns að nafni William Singer er sagt hafa selt þjónustu þar sem það útvegaði fólk til að taka inntökupróf í háskólana fyrir börn viðskiptavina þess. Í sumum tilfellum hafi það komið því þannig fyrir að börnin hafi verið skráð á íþróttastyrk jafnvel þó að þau væru ekki íþróttafólk.

Þá segja yfirvöld að eftirlitsmönnum prófa hafi verið mútað svo öðrum aðilum en umræddum börnum hafi verið leyft að taka samræmd próf í þeirra stað.


Tengdar fréttir

Felicity Huffman og fleiri játa sekt

Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×