Útganga Breta úr ESB er í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. mars 2019 08:00 Stöðugleikinn sem Theresa May forsætisráðherra lofaði í kosningabaráttunni árið 2017 virðist aldrei hafa orðið að raunveruleika. Vísir/Getty Upphafleg útgöngudagsetning Breta er komin og farin. Bretar hefðu átt að ganga út úr Evrópusambandinu í gær en sundrung á þingi og vanþóknun með þann samning sem ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May gerði við sambandið um útgönguna hafa orðið þess valdandi að algjör pattstaða er í málinu og sjálf útgangan gæti verið í hættu. Aðdragandinn að því að Bretar gátu ekki staðið við útgönguna er langur. Einfaldast er að segja að atburðarásin hafi byrjað þann 23. janúar 2013. David Cameron, þá forsætisráðherra, hét því að breska þjóðin fengi að eiga lokaorðið um sambandið við Evrópusambandið fyrir árið 2017.Staðið við loforð Svo fór að Íhaldsflokkurinn og Cameron fengu hreinan meirihluta á þingi. Voru reyndar ekki með nema 37 prósent atkvæða á bak við sig. Cameron stóð við gefin loforð og atkvæðagreiðslan fór fram í júní 2016. Kosningabaráttan í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var hörð. Cameron barðist sjálfur gegn Brexit, sem og Theresa May, en það dugði ekki til. Þvert á skoðanakannanir og spár sérfræðinga greiddu Bretar atkvæði með útgöngu. 51,89 prósent gegn 48,11 prósentum. Cameron sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og May tók við.Viðræður og kosningar May virkjaði 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars 2017 og þannig hófust hinar eiginlegu viðræður um útgöngu Breta. Tvö ár voru þá til stefnu til þess að útkljá málið. Íhaldsflokkurinn mældist á þessum tíma mun betur en andstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, í kosningum. Verkamenn höfðu þá skipt um leiðtoga og Jeremy Corbyn, sem áður var á vinstri jaðri flokksins, var kominn í leiðtogasætið. Forsætisráðherrann tilkynnti þann 18. apríl um að ríkisstjórnin ætlaði að boða til nýrra þingkosninga þann 8. júní. Þörf væri á sterkri og stöðugri ríkisstjórn í Brexit-ferlinu og meiri einingu á þingi. Þannig vonaðist May líklegast til þess að geta aukið við meirihluta sinn. Corbyn var þó ekki jafn óvinsæll á meðal almennings og Íhaldsflokkurinn virðist hafa stólað á. BBC greindi kosningabaráttuna sem svo að May hefði gert mistök með því að til dæmis sniðganga kappræður og bregðast ekki við óvæntu flugi Verkamannaflokksins. Þegar upp var staðið tapaði Íhaldsflokkurinn þrettán þingsætum og þar með meirihluta sínum á þingi. Við tóku viðræður við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP), norðurírskan íhaldsflokk, um stuðning við minnihlutastjórn. Það gekk upp en óhætt er að segja að með því að tapa meirihlutanum mistókst May algjörlega að tryggja það sem hún kallaði styrk og stöðugleika.Frá mótmælum stuðningsmanna Brexit í London í gær. Gærdagurinn átti að vera útgöngudagurinn úr ESB.Vísir/EPAÓstöðugleiki Það má gróflega skipta útgöngumöguleikum í tvennt. Annars vegar svokallaða mjúka útgöngu, sem felur í sér nánari tengsl við ESB, eða harða útgöngu, sem felur í sér hið gagnstæða. Íhaldsflokkurinn er langt frá því að vera samstíga um hvor nálgunin sé betri. Þegar May markaði stefnu í júlí í fyrra sem kallaðist „Chequers-áætlunin“ var greinilega stefnt að mjúkri útgöngu. Það féll ekki í kramið hjá hörðum Brexit-liðum innan ríkisstjórnarinnar og sögðu þeir David Davis og Boris Johnson, Brexitmála- og utanríkismálaráðherrar, af sér vegna áætlunarinnar. Fleiri ráðherrar sögðu af sér á næstu mánuðum vegna óánægju með gang mála í viðræðum og loks með samninginn þegar hann lá fyrir í nóvember.Samningurinn Einna mest óánægja var með ákvæði samningsins um neyðarúrræði um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, þar með Bretlands. Ákvæðið felur í sér að sé ekki komist að frekara samkomulagi muni Norður-Írar falla undir stærri hluta regluverks ESB en önnur svæði Bretlands til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það gátu hvorki DUP né margir Íhaldsmenn stutt. May ákvað því í desember að fresta atkvæðagreiðslu um samninginn á þingi til að freista þess að fá honum breytt. Í kjölfarið fylgdi atkvæðagreiðsla um vantraust innan Íhaldsflokksins sem May stóð af sér. Átti seinna eftir að standa af sér vantraust á þingi í janúar. May tókst ekki að fá samningnum breytt svo hægt væri að tryggja meirihluta. Hann var felldur með sögulega miklum mun í janúar og svo aftur þann 12. mars.Tíminn á þrotum Tími var af skornum skammti og nær enginn vildi samningslausa útgöngu. Því sóttu Bretar um að útgöngu yrði frestað. Ef þingið hefði samþykkt útgöngusamning May fengju Bretar frest til 22. maí. Ef ekki þá þyrftu Bretar annaðhvort að fara út án samnings þann 12. apríl eða að koma sér saman um aðra nálgun. Bretar reyndu að finna aðra nálgun fyrr í vikunni en ekki fékkst meirihluti utan um neina af þeim átta tillögum sem atkvæði var greitt um á miðvikudag. Þriðja atkvæðagreiðslan um samning May fór því, eins og sagt er frá framar í blaðinu, fram í gær. Þá var samningurinn felldur í þriðja skipti. Bretar ætla að ræða um aðra valmöguleika á mánudaginn. Ef það tekst ekki flækist staðan enn og hugsanlega yrði útgöngunni jafnvel frestað ótímabundið eða aflýst. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Upphafleg útgöngudagsetning Breta er komin og farin. Bretar hefðu átt að ganga út úr Evrópusambandinu í gær en sundrung á þingi og vanþóknun með þann samning sem ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May gerði við sambandið um útgönguna hafa orðið þess valdandi að algjör pattstaða er í málinu og sjálf útgangan gæti verið í hættu. Aðdragandinn að því að Bretar gátu ekki staðið við útgönguna er langur. Einfaldast er að segja að atburðarásin hafi byrjað þann 23. janúar 2013. David Cameron, þá forsætisráðherra, hét því að breska þjóðin fengi að eiga lokaorðið um sambandið við Evrópusambandið fyrir árið 2017.Staðið við loforð Svo fór að Íhaldsflokkurinn og Cameron fengu hreinan meirihluta á þingi. Voru reyndar ekki með nema 37 prósent atkvæða á bak við sig. Cameron stóð við gefin loforð og atkvæðagreiðslan fór fram í júní 2016. Kosningabaráttan í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var hörð. Cameron barðist sjálfur gegn Brexit, sem og Theresa May, en það dugði ekki til. Þvert á skoðanakannanir og spár sérfræðinga greiddu Bretar atkvæði með útgöngu. 51,89 prósent gegn 48,11 prósentum. Cameron sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og May tók við.Viðræður og kosningar May virkjaði 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars 2017 og þannig hófust hinar eiginlegu viðræður um útgöngu Breta. Tvö ár voru þá til stefnu til þess að útkljá málið. Íhaldsflokkurinn mældist á þessum tíma mun betur en andstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, í kosningum. Verkamenn höfðu þá skipt um leiðtoga og Jeremy Corbyn, sem áður var á vinstri jaðri flokksins, var kominn í leiðtogasætið. Forsætisráðherrann tilkynnti þann 18. apríl um að ríkisstjórnin ætlaði að boða til nýrra þingkosninga þann 8. júní. Þörf væri á sterkri og stöðugri ríkisstjórn í Brexit-ferlinu og meiri einingu á þingi. Þannig vonaðist May líklegast til þess að geta aukið við meirihluta sinn. Corbyn var þó ekki jafn óvinsæll á meðal almennings og Íhaldsflokkurinn virðist hafa stólað á. BBC greindi kosningabaráttuna sem svo að May hefði gert mistök með því að til dæmis sniðganga kappræður og bregðast ekki við óvæntu flugi Verkamannaflokksins. Þegar upp var staðið tapaði Íhaldsflokkurinn þrettán þingsætum og þar með meirihluta sínum á þingi. Við tóku viðræður við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP), norðurírskan íhaldsflokk, um stuðning við minnihlutastjórn. Það gekk upp en óhætt er að segja að með því að tapa meirihlutanum mistókst May algjörlega að tryggja það sem hún kallaði styrk og stöðugleika.Frá mótmælum stuðningsmanna Brexit í London í gær. Gærdagurinn átti að vera útgöngudagurinn úr ESB.Vísir/EPAÓstöðugleiki Það má gróflega skipta útgöngumöguleikum í tvennt. Annars vegar svokallaða mjúka útgöngu, sem felur í sér nánari tengsl við ESB, eða harða útgöngu, sem felur í sér hið gagnstæða. Íhaldsflokkurinn er langt frá því að vera samstíga um hvor nálgunin sé betri. Þegar May markaði stefnu í júlí í fyrra sem kallaðist „Chequers-áætlunin“ var greinilega stefnt að mjúkri útgöngu. Það féll ekki í kramið hjá hörðum Brexit-liðum innan ríkisstjórnarinnar og sögðu þeir David Davis og Boris Johnson, Brexitmála- og utanríkismálaráðherrar, af sér vegna áætlunarinnar. Fleiri ráðherrar sögðu af sér á næstu mánuðum vegna óánægju með gang mála í viðræðum og loks með samninginn þegar hann lá fyrir í nóvember.Samningurinn Einna mest óánægja var með ákvæði samningsins um neyðarúrræði um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, þar með Bretlands. Ákvæðið felur í sér að sé ekki komist að frekara samkomulagi muni Norður-Írar falla undir stærri hluta regluverks ESB en önnur svæði Bretlands til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það gátu hvorki DUP né margir Íhaldsmenn stutt. May ákvað því í desember að fresta atkvæðagreiðslu um samninginn á þingi til að freista þess að fá honum breytt. Í kjölfarið fylgdi atkvæðagreiðsla um vantraust innan Íhaldsflokksins sem May stóð af sér. Átti seinna eftir að standa af sér vantraust á þingi í janúar. May tókst ekki að fá samningnum breytt svo hægt væri að tryggja meirihluta. Hann var felldur með sögulega miklum mun í janúar og svo aftur þann 12. mars.Tíminn á þrotum Tími var af skornum skammti og nær enginn vildi samningslausa útgöngu. Því sóttu Bretar um að útgöngu yrði frestað. Ef þingið hefði samþykkt útgöngusamning May fengju Bretar frest til 22. maí. Ef ekki þá þyrftu Bretar annaðhvort að fara út án samnings þann 12. apríl eða að koma sér saman um aðra nálgun. Bretar reyndu að finna aðra nálgun fyrr í vikunni en ekki fékkst meirihluti utan um neina af þeim átta tillögum sem atkvæði var greitt um á miðvikudag. Þriðja atkvæðagreiðslan um samning May fór því, eins og sagt er frá framar í blaðinu, fram í gær. Þá var samningurinn felldur í þriðja skipti. Bretar ætla að ræða um aðra valmöguleika á mánudaginn. Ef það tekst ekki flækist staðan enn og hugsanlega yrði útgöngunni jafnvel frestað ótímabundið eða aflýst.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49