Innlent

Göngufólk í vandræðum í bröttu fjalllendi

Sylvía Hall skrifar
Þrír björgunarhópar eru á leið til fólksins.
Þrír björgunarhópar eru á leið til fólksins. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út laust fyrir klukkan þrjú í dag vegna fólks sem bað um aðstoð ofan Reykjadals. 

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að fólkið hafi verið á göngu að heita læknum þar en hélt áfram upp á Hellisheiðina. Þar lenti það í vandræðum í bröttu fjalllendi efst í dalnum.

Þrír hópar björgunarmanna eru nú á leið til fólksins úr tveimur áttum en aðstæður eru góðar á svæðinu svo vonast er til að björgun gangi vel. Óvíst er á þessari stundu hversu langan tíma það mun taka.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×