Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. mars 2019 22:03 Halldór og félagar hafa ekki unnið leik síðan þeir urðu bikarmeistarar. vísir/andri marinó „Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira