Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. mars 2019 22:03 Halldór og félagar hafa ekki unnið leik síðan þeir urðu bikarmeistarar. vísir/andri marinó „Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum Olís-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum
Olís-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira