Bjargráð í sorg Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun