Atvinnulífið leiði umhverfisvernd Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. mars 2019 08:00 Formúlan fyrir framtíðartrylli hefur verið óbreytt svo lengi sem elstu menn muna; Á einn eða annan hátt ganga menn svo fram af móður jörð að siðmenningin líður undir lok, lýðræðið og einstaklingsfrelsið er fótum troðið, fasisminn ræður ríkum. Einhverjir uppreisnarseggir eru þó ósigraðir og í lok myndarinnar er vonarglætu að finna. Eitt af einkennum frjálslyndra samfélaga er athafnafrelsi, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Hlutverk stjórnvalda er að skapa umgjörð þar sem frelsið og fjölbreytnin nýtur sín til hagsbóta fyrir samfélagið í heild sinni. Eitt af stærstu viðfangsefnunum þar er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Árekstrar milli atvinnulífs og umhverfisverndar eru ekki náttúrulögmál. Það er manngerður og heimatilbúinn vandi sem er á okkar ábyrgð að leysa. Stjórnvöld geta brugðist við með því að ýta undir græna hvata, tryggja að losun sé í samræmi við ströngustu kröfur og búa til umhverfi sem auðveldar fyrirtækjum að taka umhverfissjónarmið inn í framleiðslu og framboð á vöru og þjónustu. Besta leiðin til að draga úr mengun er að tryggja að þeir sem valda henni greiði kostnaðinn af henni. Það er líka mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman við að stuðla að almennri vitundarvakningu. Ný og krefjandi úrlausnarefni kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn. Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Með fullri virðingu fyrir mikilvægi uppreisnarseggja, þá eigum við þannig mesta möguleika á því að standa vörð um náttúruna okkar og frjálslyndið og halda fasismanum úti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Formúlan fyrir framtíðartrylli hefur verið óbreytt svo lengi sem elstu menn muna; Á einn eða annan hátt ganga menn svo fram af móður jörð að siðmenningin líður undir lok, lýðræðið og einstaklingsfrelsið er fótum troðið, fasisminn ræður ríkum. Einhverjir uppreisnarseggir eru þó ósigraðir og í lok myndarinnar er vonarglætu að finna. Eitt af einkennum frjálslyndra samfélaga er athafnafrelsi, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Hlutverk stjórnvalda er að skapa umgjörð þar sem frelsið og fjölbreytnin nýtur sín til hagsbóta fyrir samfélagið í heild sinni. Eitt af stærstu viðfangsefnunum þar er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Árekstrar milli atvinnulífs og umhverfisverndar eru ekki náttúrulögmál. Það er manngerður og heimatilbúinn vandi sem er á okkar ábyrgð að leysa. Stjórnvöld geta brugðist við með því að ýta undir græna hvata, tryggja að losun sé í samræmi við ströngustu kröfur og búa til umhverfi sem auðveldar fyrirtækjum að taka umhverfissjónarmið inn í framleiðslu og framboð á vöru og þjónustu. Besta leiðin til að draga úr mengun er að tryggja að þeir sem valda henni greiði kostnaðinn af henni. Það er líka mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman við að stuðla að almennri vitundarvakningu. Ný og krefjandi úrlausnarefni kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn. Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Með fullri virðingu fyrir mikilvægi uppreisnarseggja, þá eigum við þannig mesta möguleika á því að standa vörð um náttúruna okkar og frjálslyndið og halda fasismanum úti.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun