Tæknin mun valda straumhvörfum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. mars 2019 07:45 Stuart Bronson, fjármálastjóri Greenvolt, segir að ferjur í Noregi verði að vera rafdrifnar frá árinu 2026. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Greenvolt er að þróa rafhlöður morgundagsins með nanótækni. Tæknin okkar mun valda straumhvörfum. Það verður hægt að aka rafmagnsbíl á einni hleðslu hringinn í kringum Ísland. Draumurinn er að það verði hægt að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á rafmagnsflugvél með því að nýta sólarorku,“ segir Ármann Kojic, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Á meðal fjárfesta í Greenvolt er fjárfestingarsjóðurinn Village Global sem meðal annars er fjármagnaður af Bill Gates, stofnanda Microsoft; Jeff Bezos, stofnanda Amazon, Reid Hoffmann, stofnanda LinkedIn; Evan Williams, stofnanda Twitter, og fleirum. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Aðrir í hluthafahópnum fyrir utan starfsmenn Greenvolt eru englafjárfestar, íslenskir og erlendir, auk lögmannsstofu sem sérhæfir sig í einkaleyfum en þeir vildu fjárfesta í félaginu þegar þeir fóru að vinna í einkaleyfinu. Að svo stöddu eru forsvarsmenn Greenvolt ekki reiðubúnir að upplýsa hve miklu fé fyrirtækið hefur safnað frá fjárfestum. „Einn fjárfestir sagði okkur hvernig hann hafði fjárfest í Tesla en hefði ekki skilið stefnu fyrirtækisins nægilega vel og hefði selt of snemma. Hann vildi því komast inn í fjárfestahóp Greenvolt til að gera ekki sömu mistök tvisvar,“ segir Ármann. Ármann, sem er íslenskur, er með aðsetur í Kísildalnum í Kaliforníu en fjármálastjórinn Stuart Bronson, sem er Breti, er með skrifstofu í Sjávarklasanum á Grandavegi. Það er við hæfi þegar rætt er við stórhuga frumkvöðla í fundarherbergi þeirra hér á landi, að Íslendingurinn er rammaður inn í iPad enda staddur í Bandaríkjunum en Bretinn situr með blaðamanni vopnaður tebolla. Ármann viðurkennir að fyrra bragði að hann hafi tamið sér hugsunarhátt tæknifólksins í Kísildalnum. Segja má að við það hafi hann sleppt af sé beislinu, leyfi sér að hugsa mun stærra en áður og hafi mikla ástríðu fyrir verkefninu. Frásögnin ber það með sér.Tæknin virkar Bronson segir að Greenvolt hafi nú þegar framleitt rafhlöðu. „Við höfum sýnt fram á að tæknin virkar, nú er að bæta vöruna og við viljum gera það í samstarfi við önnur fyrirtæki sem þurfa á tækninni að halda.“ Ármann segir að Village Global byggi á öflugu tengslaneti þeirra sem leggi sjóðnum til fé. „Stofnendurnir rannsökuðu hvað skeri úr um hvort sprotafyrirtæki nái miklum árangri. Lykilstefið er tengslanetið. Af þeim sökum er stefna Village Global að frumkvöðlar sem sjóðurinn styðji við bakið á geti leitað ráða til fjárfesta sjóðsins sem allir eru reyndir úr viðskiptalífinu. Við erum að keppa við olíurisa. Ef við eigum að fara alla leið þurfum við stuðning frá mönnum á borð við þessa sem áður hafa verið nefndir. Við getum leitað til tengslanetsins þegar á þarf að halda. Ég spjallaði til að mynda við Michael Bloomberg, stofnanda Bloomberg og fyrrverandi borgarstjóra New York, um rekstur Greenvolt. Bill Gates hitti fyrir fjórum mánuðum frumkvöðla á vegum Village Global en við ákváðum að bíða með að hitta hann því á þeim tíma vorum ekki komnir nógu langt á okkar vegferð. Prufuútgáfan af rafhlöðunni hafði ekki litið dagsins ljós,“ segir Ármann. Frumkvöðlarnir segja frá rafhlöðunni á mannamáli. „Það þekkja allir hvað rafhlöður eru lélegar. Síminn er stöðugt rafmagnslaus og marga langar í rafmagnsbíl en drægð er ekki nægt. Hugmyndin okkar er að rafhlaðan í símanum endist í mánuð og mögulegt verði að hlaða rafmagnsbílinn jafn hratt og þegar dælt er bensíni á hann. Nú tekur það lengri tíma því hefðbundnar rafhlöður ráða ekki við hraðhleðslu. Í stað þess að vinna áfram með hefðbundnar klunnalegar rafhlöður fórum við þá leið að nýta svokallaða „solid state“ tækni. Það er hægt að vefja henni eins og fyrir töfra í koltrefjar. Það er efni sem er mikið nýtt við smíði bíla, báta og flugvéla. Nú eru rafhlöður í rafmagnsbílum 400 kíló. Það er ígildi þriggja fílsunga í skottinu. Okkar hugmynd er að vefja batteríi sem er mun léttara í húdd bílsins, hurðarkarma og ýmislegt annað sem gert er úr koltrefjum. Solid state tæknin gerir það líka að verkum að hægt verður að hlaða bílinn á ógnarhraða, jafn hratt og að dæla bensíni á hann,“ segir Ármann. Bronson segir að vandinn við hefðbundnar rafhlöður sé að ekki sé hægt að hlaða þær hratt því þá springi þær. Hleðslutæki dragi því úr spennunni sem sé hleypt í rafhlöðuna. „Það takmarkar mjög notkun hefðbundinna rafhlaða og því aukast notkunarmöguleikar verulega þegar þeirri hindrun er rutt úr vegi. Solid state rafhlöður hitna heldur ekki.“Þróa rafmagnsbáta Greenvolt á í samstarfi við verk- og ráðgjafarfyrirtækið Novis, sem starfar í sjávarútvegi og er sömuleiðis með aðsetur í Sjávarklasanum, um að þróa rafmagnsbát. „Það er hægt að koma rafhlöðunni fyrir í skipsskrokknum en þar er pláss sem annars hefði ekki nýst. Hugmyndin er að smíða fyrst minni strandveiðibáta og flutningabáta. Hægt og rólega er svo hægt að færa sig upp í stærri skip. Ýmsir bátar þurfa ekki að sigla langar leiðir. Í ofanálag munu ferjur í Noregi þurfa að ganga fyrir rafmagni frá árinu 2026. Þær henta okkur vel því þær sigla stuttar vegalengdir og hægt verður að hlaða þær afar hratt,“ segir Bronson. Starfsmenn Greenvolt eru átta. „Við erum samblanda af Íslendingum, Bretum og Króötum. Afi minn var Serbi og því er eftirnafn mitt sérkennilegt. Við erum einnig með starfsemi þar í landi,“ segir Ármann. Bronson segir að viðskiptaþróunin fari fram á Íslandi en rætt sé við fjárfesta og mögulega samstarfsaðila í Bandaríkjunum. „Rannsóknarstofan er á ótilgreindum stað,“ bætir Ármann við. Að hans sögn er teymið blanda af vísindamönnum sem hugsa með hefðbundnum hætti og þeim sem leyfa sér að dreyma. „Það er mikilvæg blanda þegar reynt er á þanþol þess sem er mögulegt.“ Ármann segir að þegar vísindastofnun var að staðfesta einkaleyfið í Bandaríkjunum hafi starfsmenn hennar byrjað á að kenna þeim grundvallaratriði í eðlisfræði enda fór tækni Greenvolt á svig við ýmis viðtekin vísindalögmál. „Eftir að hafa vottað vinnuna okkar báðust þeir afsökunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Greenvolt er að þróa rafhlöður morgundagsins með nanótækni. Tæknin okkar mun valda straumhvörfum. Það verður hægt að aka rafmagnsbíl á einni hleðslu hringinn í kringum Ísland. Draumurinn er að það verði hægt að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á rafmagnsflugvél með því að nýta sólarorku,“ segir Ármann Kojic, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Á meðal fjárfesta í Greenvolt er fjárfestingarsjóðurinn Village Global sem meðal annars er fjármagnaður af Bill Gates, stofnanda Microsoft; Jeff Bezos, stofnanda Amazon, Reid Hoffmann, stofnanda LinkedIn; Evan Williams, stofnanda Twitter, og fleirum. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Aðrir í hluthafahópnum fyrir utan starfsmenn Greenvolt eru englafjárfestar, íslenskir og erlendir, auk lögmannsstofu sem sérhæfir sig í einkaleyfum en þeir vildu fjárfesta í félaginu þegar þeir fóru að vinna í einkaleyfinu. Að svo stöddu eru forsvarsmenn Greenvolt ekki reiðubúnir að upplýsa hve miklu fé fyrirtækið hefur safnað frá fjárfestum. „Einn fjárfestir sagði okkur hvernig hann hafði fjárfest í Tesla en hefði ekki skilið stefnu fyrirtækisins nægilega vel og hefði selt of snemma. Hann vildi því komast inn í fjárfestahóp Greenvolt til að gera ekki sömu mistök tvisvar,“ segir Ármann. Ármann, sem er íslenskur, er með aðsetur í Kísildalnum í Kaliforníu en fjármálastjórinn Stuart Bronson, sem er Breti, er með skrifstofu í Sjávarklasanum á Grandavegi. Það er við hæfi þegar rætt er við stórhuga frumkvöðla í fundarherbergi þeirra hér á landi, að Íslendingurinn er rammaður inn í iPad enda staddur í Bandaríkjunum en Bretinn situr með blaðamanni vopnaður tebolla. Ármann viðurkennir að fyrra bragði að hann hafi tamið sér hugsunarhátt tæknifólksins í Kísildalnum. Segja má að við það hafi hann sleppt af sé beislinu, leyfi sér að hugsa mun stærra en áður og hafi mikla ástríðu fyrir verkefninu. Frásögnin ber það með sér.Tæknin virkar Bronson segir að Greenvolt hafi nú þegar framleitt rafhlöðu. „Við höfum sýnt fram á að tæknin virkar, nú er að bæta vöruna og við viljum gera það í samstarfi við önnur fyrirtæki sem þurfa á tækninni að halda.“ Ármann segir að Village Global byggi á öflugu tengslaneti þeirra sem leggi sjóðnum til fé. „Stofnendurnir rannsökuðu hvað skeri úr um hvort sprotafyrirtæki nái miklum árangri. Lykilstefið er tengslanetið. Af þeim sökum er stefna Village Global að frumkvöðlar sem sjóðurinn styðji við bakið á geti leitað ráða til fjárfesta sjóðsins sem allir eru reyndir úr viðskiptalífinu. Við erum að keppa við olíurisa. Ef við eigum að fara alla leið þurfum við stuðning frá mönnum á borð við þessa sem áður hafa verið nefndir. Við getum leitað til tengslanetsins þegar á þarf að halda. Ég spjallaði til að mynda við Michael Bloomberg, stofnanda Bloomberg og fyrrverandi borgarstjóra New York, um rekstur Greenvolt. Bill Gates hitti fyrir fjórum mánuðum frumkvöðla á vegum Village Global en við ákváðum að bíða með að hitta hann því á þeim tíma vorum ekki komnir nógu langt á okkar vegferð. Prufuútgáfan af rafhlöðunni hafði ekki litið dagsins ljós,“ segir Ármann. Frumkvöðlarnir segja frá rafhlöðunni á mannamáli. „Það þekkja allir hvað rafhlöður eru lélegar. Síminn er stöðugt rafmagnslaus og marga langar í rafmagnsbíl en drægð er ekki nægt. Hugmyndin okkar er að rafhlaðan í símanum endist í mánuð og mögulegt verði að hlaða rafmagnsbílinn jafn hratt og þegar dælt er bensíni á hann. Nú tekur það lengri tíma því hefðbundnar rafhlöður ráða ekki við hraðhleðslu. Í stað þess að vinna áfram með hefðbundnar klunnalegar rafhlöður fórum við þá leið að nýta svokallaða „solid state“ tækni. Það er hægt að vefja henni eins og fyrir töfra í koltrefjar. Það er efni sem er mikið nýtt við smíði bíla, báta og flugvéla. Nú eru rafhlöður í rafmagnsbílum 400 kíló. Það er ígildi þriggja fílsunga í skottinu. Okkar hugmynd er að vefja batteríi sem er mun léttara í húdd bílsins, hurðarkarma og ýmislegt annað sem gert er úr koltrefjum. Solid state tæknin gerir það líka að verkum að hægt verður að hlaða bílinn á ógnarhraða, jafn hratt og að dæla bensíni á hann,“ segir Ármann. Bronson segir að vandinn við hefðbundnar rafhlöður sé að ekki sé hægt að hlaða þær hratt því þá springi þær. Hleðslutæki dragi því úr spennunni sem sé hleypt í rafhlöðuna. „Það takmarkar mjög notkun hefðbundinna rafhlaða og því aukast notkunarmöguleikar verulega þegar þeirri hindrun er rutt úr vegi. Solid state rafhlöður hitna heldur ekki.“Þróa rafmagnsbáta Greenvolt á í samstarfi við verk- og ráðgjafarfyrirtækið Novis, sem starfar í sjávarútvegi og er sömuleiðis með aðsetur í Sjávarklasanum, um að þróa rafmagnsbát. „Það er hægt að koma rafhlöðunni fyrir í skipsskrokknum en þar er pláss sem annars hefði ekki nýst. Hugmyndin er að smíða fyrst minni strandveiðibáta og flutningabáta. Hægt og rólega er svo hægt að færa sig upp í stærri skip. Ýmsir bátar þurfa ekki að sigla langar leiðir. Í ofanálag munu ferjur í Noregi þurfa að ganga fyrir rafmagni frá árinu 2026. Þær henta okkur vel því þær sigla stuttar vegalengdir og hægt verður að hlaða þær afar hratt,“ segir Bronson. Starfsmenn Greenvolt eru átta. „Við erum samblanda af Íslendingum, Bretum og Króötum. Afi minn var Serbi og því er eftirnafn mitt sérkennilegt. Við erum einnig með starfsemi þar í landi,“ segir Ármann. Bronson segir að viðskiptaþróunin fari fram á Íslandi en rætt sé við fjárfesta og mögulega samstarfsaðila í Bandaríkjunum. „Rannsóknarstofan er á ótilgreindum stað,“ bætir Ármann við. Að hans sögn er teymið blanda af vísindamönnum sem hugsa með hefðbundnum hætti og þeim sem leyfa sér að dreyma. „Það er mikilvæg blanda þegar reynt er á þanþol þess sem er mögulegt.“ Ármann segir að þegar vísindastofnun var að staðfesta einkaleyfið í Bandaríkjunum hafi starfsmenn hennar byrjað á að kenna þeim grundvallaratriði í eðlisfræði enda fór tækni Greenvolt á svig við ýmis viðtekin vísindalögmál. „Eftir að hafa vottað vinnuna okkar báðust þeir afsökunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira