Flóttafólk María Bjarnadóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun