Viðskipti innlent

Gengi bréfa Icelandair rýkur upp

Atli Ísleifsson skrifar
Hækkun bréfanna má rekja til frétta gærkvöldsins um að stjórn Icelandair Group hafi samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri WOW.
Hækkun bréfanna má rekja til frétta gærkvöldsins um að stjórn Icelandair Group hafi samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri WOW. Vísir/Vilhelm
Gengi hlutabréfa Icelandair hafa rokið upp við opnun markaða í morgun. Bréfin hafa hækkað um rúmlega 26 prósent það sem af er degi, þar sem virði hvers bréf stendur nú í 10,65 krónum.

Hækkun bréfanna má rekja til frétta gærkvöldsins um að stjórn Icelandair Group hafi samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri WOW.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hlutabréf Icelandair hafi hlotið athugunarmerkingu vegna viðræða íslensku flugfélaganna.

„Athugunarmerkingin er framkvæmd með vísan til ákvæðis 8.2 í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga. Í ákvæðinu kemur fram að Kauphöllin geti ákveðið að athugunarmerkja fjármálagerninga viðkomandi útgefanda tímabundið ef aðstæður eru fyrir hendi sem leiða af sér umtalsverða óvissu varðandi útgefandann eða verðmyndun fjármálagerninganna,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því í gærkvöldi að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Viðræður Icelandair og WOW fara fram í samráði við stjórnvöld og þar sem vísað er til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðum á að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars.

Uppfært 10:20:

Hækkunin hefur að stórum hluta gengið til baka þegar liðið hefur á morguninn. Nam hækkunin 10,5 prósent klukkan 10:20.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×