Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 23:45 Robert Mueller og Donald Trump. Vísir/GETTY/AP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er lokið, tæpum tveimur árum eftir að hann tók við henni. Fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjórar hans og hópur Rússa eru á meðal á fjórða tug einstaklinga sem Mueller ákærði í rannsókninni. Dómsmálaráðuneytið staðfesti í kvöld að Mueller hefði skilað trúnaðarskýrslu um rannsókn sína í dag. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Trump forseti hefur ítrekað lýst Rússarannsókninni svonefndu sem nornaveiðum. Hún beinist að því hvort að framboð hans fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á úrslit þeirra. Einnig rannsakaði Mueller hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. Brottrekstur Comey var ástæða þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni sem hófst þegar árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir embættismanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller ætli sér ekki að ákæra fleiri og því virðist Trump forseti vera óhultur fyrir saksókn af hálfu sérstaka rannsakandans. Hér á eftir fer listi yfir þá helstu sem Mueller hefur ákært undanfarna tuttugu og tvo mánuði. Listinn byggir á samantekt Vox.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta.Getty/Andrew HarrerPaul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump Manafort var ákærður í tuttugu og fimm liðum í tveimur málum, þar á meðal fyrir skattsvik, peningaþvætti, bankasvik og að hafa ekki greint stjórnvöldum frá því að hann starfaði sem útsendari erlends ríkis. Brot hans tengjast ekki meintu samráði við Rússa með beinum hætti heldur störfum hans sem málafylgjumaður fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu. Manafort hefur verið dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu í New York-ríki.Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump Gates var viðskiptafélagi Manafort og hélt áfram störfum fyrir framboðið eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun í Úkraínu. Gates vann með saksóknurum og gerði sátt þar sem hann játaði sig sekan um að ljúga að alríkislögreglunni.George Papadopoulous, utanríkisráðgjafi framboðsins Papdopoulos var lítt þekktur áður en hann var ásamt Manafort og Gates sá fyrsti sem var ákærður í rannsókn Mueller. Hann játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneska einstaklinga.Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.AP/Carolyn KasterMichael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við sendiherra Rússa og hefur unnið með saksóknurum. Hann var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump en hrökklaðist frá eftir aðeins um mánuð í starfi.Þrettán Rússar og þrjú rússnesk fyrirtækiRannsókn Mueller beindist einnig að tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Hann afhjúpaði áróðursherferð Rússa sem var rekin í gegnum fyrirtæki eins og Internetrannsóknastofnunina sem nefnd hafa verið „rússneska tröllaverksmiðjan“. Starfsmenn hennar dældu út áróðri sem var ætlað að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi.Tólf rússneskir leyniþjónustumenn. Þeir voru ákærðir fyrir glæpi sem tengjast því þegar brotist var inn í tölvupósta Demókrataflokksins og þeim lekið árið 2016.Michael Cohen hefur unnið með saksóknurum. Hann lýsti Trump sem svikahrappi og rasista þegar hann kom fyrir þingnefnd á dögunum.AP/Manuel Balce CenetaMichael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump Saksóknarar Mueller ákærðu Cohen ekki sjálfir heldur vísuðu máli hans til saksóknara í New York-ríki. Hann játaði sig sekan um átta brot í ágúst í fyrra, þar á meðal skatt- og bankasvik, auk kosningalagabrota sem hann fullyrðir að hafi verið að skipan Trump. Cohen hefur unnið með saksóknurum en á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóm á næstu vikum. Eftir að hafa um árabil verið maðurinn sem lét vandamál Trump hverfa hefur Cohen snúist harkalega gegn forsetanum. Í vitnisburði hjá þingnefnd í febrúar lýsti hann Trump sem rasista og svikahrappi.Roger Stone, formlegur og óformlegur ráðgjafi Trump Einn skrautlegasti bandamaður Trump sem blandaðist í rannsóknina er Roger Stone, pólitískur klækjarefur Repúblikanaflokksins til áratuga. Mueller ákærði hann fyrir að ljúga að bandarískri þingnefnd um tilraunir hans til að komast í samband við uppljóstranavefinn Wikileaks sem lak tölvupóstum demókrata. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitnis. Stone, sem vann meðal annars fyrir endurkjörnefnd Richards Nixon og er með húðflúr af forsetanum fyrrverandi á herðunum, hefur neitað allri sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er lokið, tæpum tveimur árum eftir að hann tók við henni. Fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjórar hans og hópur Rússa eru á meðal á fjórða tug einstaklinga sem Mueller ákærði í rannsókninni. Dómsmálaráðuneytið staðfesti í kvöld að Mueller hefði skilað trúnaðarskýrslu um rannsókn sína í dag. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Trump forseti hefur ítrekað lýst Rússarannsókninni svonefndu sem nornaveiðum. Hún beinist að því hvort að framboð hans fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á úrslit þeirra. Einnig rannsakaði Mueller hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. Brottrekstur Comey var ástæða þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni sem hófst þegar árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir embættismanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller ætli sér ekki að ákæra fleiri og því virðist Trump forseti vera óhultur fyrir saksókn af hálfu sérstaka rannsakandans. Hér á eftir fer listi yfir þá helstu sem Mueller hefur ákært undanfarna tuttugu og tvo mánuði. Listinn byggir á samantekt Vox.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta.Getty/Andrew HarrerPaul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump Manafort var ákærður í tuttugu og fimm liðum í tveimur málum, þar á meðal fyrir skattsvik, peningaþvætti, bankasvik og að hafa ekki greint stjórnvöldum frá því að hann starfaði sem útsendari erlends ríkis. Brot hans tengjast ekki meintu samráði við Rússa með beinum hætti heldur störfum hans sem málafylgjumaður fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu. Manafort hefur verið dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu í New York-ríki.Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump Gates var viðskiptafélagi Manafort og hélt áfram störfum fyrir framboðið eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun í Úkraínu. Gates vann með saksóknurum og gerði sátt þar sem hann játaði sig sekan um að ljúga að alríkislögreglunni.George Papadopoulous, utanríkisráðgjafi framboðsins Papdopoulos var lítt þekktur áður en hann var ásamt Manafort og Gates sá fyrsti sem var ákærður í rannsókn Mueller. Hann játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneska einstaklinga.Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.AP/Carolyn KasterMichael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við sendiherra Rússa og hefur unnið með saksóknurum. Hann var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump en hrökklaðist frá eftir aðeins um mánuð í starfi.Þrettán Rússar og þrjú rússnesk fyrirtækiRannsókn Mueller beindist einnig að tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Hann afhjúpaði áróðursherferð Rússa sem var rekin í gegnum fyrirtæki eins og Internetrannsóknastofnunina sem nefnd hafa verið „rússneska tröllaverksmiðjan“. Starfsmenn hennar dældu út áróðri sem var ætlað að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi.Tólf rússneskir leyniþjónustumenn. Þeir voru ákærðir fyrir glæpi sem tengjast því þegar brotist var inn í tölvupósta Demókrataflokksins og þeim lekið árið 2016.Michael Cohen hefur unnið með saksóknurum. Hann lýsti Trump sem svikahrappi og rasista þegar hann kom fyrir þingnefnd á dögunum.AP/Manuel Balce CenetaMichael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump Saksóknarar Mueller ákærðu Cohen ekki sjálfir heldur vísuðu máli hans til saksóknara í New York-ríki. Hann játaði sig sekan um átta brot í ágúst í fyrra, þar á meðal skatt- og bankasvik, auk kosningalagabrota sem hann fullyrðir að hafi verið að skipan Trump. Cohen hefur unnið með saksóknurum en á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóm á næstu vikum. Eftir að hafa um árabil verið maðurinn sem lét vandamál Trump hverfa hefur Cohen snúist harkalega gegn forsetanum. Í vitnisburði hjá þingnefnd í febrúar lýsti hann Trump sem rasista og svikahrappi.Roger Stone, formlegur og óformlegur ráðgjafi Trump Einn skrautlegasti bandamaður Trump sem blandaðist í rannsóknina er Roger Stone, pólitískur klækjarefur Repúblikanaflokksins til áratuga. Mueller ákærði hann fyrir að ljúga að bandarískri þingnefnd um tilraunir hans til að komast í samband við uppljóstranavefinn Wikileaks sem lak tölvupóstum demókrata. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitnis. Stone, sem vann meðal annars fyrir endurkjörnefnd Richards Nixon og er með húðflúr af forsetanum fyrrverandi á herðunum, hefur neitað allri sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04