Innlent

Olíuflutningabíll fór út af á Hellisheiði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Egill
Olíuflutningabíll fór út af á Hellisheiði rétt fyrir klukkan níu í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Skeljuungi.

Viðbragðsáætlun Skeljungs hefur verið virkjuð og verður nú unnið að því í samstarfi við lögreglu og slökkvilið að dæla olíunni af bílnum og fjarlægja hana af vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er hálka og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×