Hamren: Þeir skoruðu of mikið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 22:12 Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira