Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:53 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. Vísir/vilhelm Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“ Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33