Viðskipti innlent

Ferðaþjónustufyrirtæki hvött til að aðstoða strandaglópa eftir fremsta megni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Á Keflavíkurflugvelli í dag.
Á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Vilhelm
Bæði Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa hvetja fyrirtæki í ferðaþjónustu til þess að aðstoða þá ferðalanga sem lent hafa í vandræðum vegna gjaldþrots WOW til þess að liðsinna þeim eftir bestu getu.

Í færslu á Facebook-síðu SAF segir að ljóst sé af tíðindum dagsins að þungskýjað sé í íslenskri ferðaþjónustu með brotthvarfi WOW air af markaði. Til skamms tíma verði áhrifin neikvæð og störf muni tapast.

Mikilvægt sé að sinna þeim ferðalöngum sem staddir séu hér á landi vel.

„SAF hvetja fyrirtæki í ferðaþjónustu til að liðsinna farþegum eftir bestu getu og í samræmi við skilmála hvers og eins fyrirtækis, en jafnframt að sýna viðskiptavinum svigrúm og sveigjanleika við breytingar á ferðatilhögun,“ segir í færslunni.

Í fréttabréfi Ferðamálastofu eru ferðaþjónustuaðilar einnig hvattir til að ðstoða eftir fremsta megni þá ferðalanga sem lenda í vandræðum, hjálpa þeim við að afla upplýsinga og almennt sýna greiðvikni og sanngirni í hvívetna, líkt og það er orðað í bréfinu, sem lesa má hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×