Tillaga um innleiðingu rafíþrótta í starf íþróttafélaga Björn Gíslason skrifar 28. mars 2019 21:51 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags.Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva.En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða?Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs.Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl.Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinarEftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið.Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins.Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil.Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn.Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags.Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva.En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða?Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs.Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl.Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinarEftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið.Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins.Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil.Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn.Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar