Viðskipti innlent

Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tvær af vélum WOW á Keflavíkurflugvelli.
Tvær af vélum WOW á Keflavíkurflugvelli. FBl/Ernir
Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. Þetta staðfestir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, ÍFF, sem er stéttarfélag flugmanna WOW.

„Það er náttúrlega fullt af störfum í boði en það er ekkert í boði á Íslandi mér vitandi,“ segir Vignir.

Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF.
 Aðspurður segir hann störfin ekki bjóðast á einhverjum sérstökum svæðum.

„Heimurinn er smár þegar kemur að flugvélum og flugi.“

Vignir segir ÍFF nú reyna að koma á sambandi við atvinnumiðlanir.

 „Við erum að reyna að aðstoða og koma böndum á þetta kaos sem búið er að myndast. Við erum að reyna að halda hópinn en það er hver og einn að skoða fyrir sig,“ segir hann.

Í gær misstu 178 starfandi flugmenn innan ÍFF vinnuna.

„Við hjá félaginu vorum öll að missa vinnuna nema eini starfsmaðurinn okkar. Það er enn starfandi sem stéttarfélag þótt forsendur þess og hlutverk kunni að breytast.“




Tengdar fréttir

„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“

Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×