Fox-liði sagði Íraka „hálflæsa frumstæða apa“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 15:01 Carlson sakaði gagnrýnendur sína um að vera valdasjúka og að þeir svifust einskis til þess að koma höggi á sig. Vísir/Getty Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira
Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira
Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58