Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Sighvatur Jónsson skrifar 12. mars 2019 17:30 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sjá meira