Erfitt að segja til um endanleg áhrif dóms MDE að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2019 20:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira