Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Hörður Ægisson skrifar 13. mars 2019 08:30 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en félagið stefnir að skráningu í kauphöllina í Amsterdam. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira