Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Ari Brynjólfsson skrifar 13. mars 2019 06:15 Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Fréttablaðið/Anton brink Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira