Þrjú lið sem verða í sérflokki Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. mars 2019 20:30 Lewis Hamilton hefur unnið heimsmeistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Getty/Clive Mason Um helgina þegar Ástralíukappaksturinn í Formúlu 1 hefst verða sextán vikur síðan Lewis Hamilton innsiglaði fimmta heimsmeistaratitil sinn og þann fjórða á síðustu fimm tímabilunum með sigri í lokakeppni tímabilsins í Abú Dabí. Það er nú undir andstæðingum Hamiltons komið að gera atlögu að krúnunni sem Hamilton og Mercedes hafa einokað síðustu ár. Á sama tíma er Hamilton að eltast við söguna, hann er aðeins sá þriðji í sögu keppninnar sem nær fimm heimsmeistaratitlum og vantar tvo til að jafna met goðsagnarinnar Michaels Schumacher. Þá er hann með augastað á öðru meti í eigu Schumachers, Hamilton hefur unnið 73 keppnir á ferlinum og vantar átján til að ná meti þess þýska. Æfingar hefjast á morgun, tímatökur á laugardaginn áður en keppnin sjálf fer fram á sunnudaginn í Melbourne í Ástralíu. Þegar keppnin hefst um helgina er fyrir fram búist við því að tveir menn muni berjast um meistaratitilinn. Síðan Sebastian Vettel skipti yfir til Ferrari fyrir tímabilið árið 2015 hefur hann þurft að horfa á eftir titlinum til Mercedes fjórum sinnum og er pressa á honum að binda enda á tólf ára bið Ferrari eftir heimsmeistara. Í vegi hans stendur Hamilton sem hefur einokað meistaratitlana undanfarin ár. Vettel hefur fjórum sinnum fagnað sigri í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra þegar hann keppti fyrir hönd Red Bull og vantar einn titil til að jafna Hamilton og Juan Manuel Fangio með fimm meistaratitla. „Það er erfitt að segja hvor er líklegri. Þeir munu berjast um þennan titil en það verða litlar breytur sem munu hafa áhrif. Vettel er kominn með nýjan liðsfélaga sem er frábær, Charles LeClerc, sem setur meiri pressu á Vettel. Það skyldi enginn afskrifa Ferrari, á æfingunum hafa þeir litið best út og það virðist léttara yfir öllum. Það er talað um að andrúmsloftið minni á tímana með Schumacher. Svo ætla ég ekki að útiloka Max Verstappen í þessari baráttu. Hann er frábær ökuþór og bíllinn hjá Red Bull lítur hrikalega vel út en spurningin er, hvernig er nýja vélin sem þeir eru með frá Honda?“ segir Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingur um Formúlu 1, sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport aðfaranótt sunnudags og spá í titilbaráttuna sem er fram undan. Það vakti athygli þegar Daniel Ricciardo ákvað að söðla um og semja við Renault eftir fimm ár hjá Red Bull. Red Bull hefur verið það lið undanfarin ár sem hefur veitt Ferrari og Mercedes mesta keppni. Á bílnum frá Red Bull náði Ricciardo þriðja sæti í keppninni um meistaratitil ökuþóra árið 2014. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og féll örlítið í skuggann af Max Verstappen hjá Red Bull. Nú er hann númer eitt hjá Renault og er ætlað að koma franska framleiðandanum í fremstu röð. „Þrátt fyrir að Daniel sé einn af bestu ökuþórum heims tel ég að markmið þeirra ætti að vera að vera í þessu fjórða sæti þó að Daniel dreymi um heimsmeistaratitilinn þegar hann er að nálgast síðari ár ferilsins. Ég held að Red Bull, Ferrari og Mercedes verði í sérflokki í ár ef vélin hjá Red Bull reynist vel.“ Áhugavert verður að fylgjast með ökuþórum sem koma inn þetta tímabilið. Robert Kubica snýr aftur í ár, átta árum eftir að alvarlegt bílslys virtist gera út um ökuþórsferil hans. Þá eru þrír nýliðar, George Russell, Alexander Albon og Lando Norris. „Þessir strákar eru að koma alveg ótrúlega vel undirbúnir inn í þetta tímabil. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi, Fernando Alonso er farinn og Kimi Räikkönen á ekki mikið eftir. Max Verstappen þjófstartaði þessum kynslóðaskiptum og það eru margir þarna sem verður spennandi að fylgjast með. McLaren getur varla gert verr en í fyrra og það verður gaman að sjá hvað Lando Norris gerir þar,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Um helgina þegar Ástralíukappaksturinn í Formúlu 1 hefst verða sextán vikur síðan Lewis Hamilton innsiglaði fimmta heimsmeistaratitil sinn og þann fjórða á síðustu fimm tímabilunum með sigri í lokakeppni tímabilsins í Abú Dabí. Það er nú undir andstæðingum Hamiltons komið að gera atlögu að krúnunni sem Hamilton og Mercedes hafa einokað síðustu ár. Á sama tíma er Hamilton að eltast við söguna, hann er aðeins sá þriðji í sögu keppninnar sem nær fimm heimsmeistaratitlum og vantar tvo til að jafna met goðsagnarinnar Michaels Schumacher. Þá er hann með augastað á öðru meti í eigu Schumachers, Hamilton hefur unnið 73 keppnir á ferlinum og vantar átján til að ná meti þess þýska. Æfingar hefjast á morgun, tímatökur á laugardaginn áður en keppnin sjálf fer fram á sunnudaginn í Melbourne í Ástralíu. Þegar keppnin hefst um helgina er fyrir fram búist við því að tveir menn muni berjast um meistaratitilinn. Síðan Sebastian Vettel skipti yfir til Ferrari fyrir tímabilið árið 2015 hefur hann þurft að horfa á eftir titlinum til Mercedes fjórum sinnum og er pressa á honum að binda enda á tólf ára bið Ferrari eftir heimsmeistara. Í vegi hans stendur Hamilton sem hefur einokað meistaratitlana undanfarin ár. Vettel hefur fjórum sinnum fagnað sigri í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra þegar hann keppti fyrir hönd Red Bull og vantar einn titil til að jafna Hamilton og Juan Manuel Fangio með fimm meistaratitla. „Það er erfitt að segja hvor er líklegri. Þeir munu berjast um þennan titil en það verða litlar breytur sem munu hafa áhrif. Vettel er kominn með nýjan liðsfélaga sem er frábær, Charles LeClerc, sem setur meiri pressu á Vettel. Það skyldi enginn afskrifa Ferrari, á æfingunum hafa þeir litið best út og það virðist léttara yfir öllum. Það er talað um að andrúmsloftið minni á tímana með Schumacher. Svo ætla ég ekki að útiloka Max Verstappen í þessari baráttu. Hann er frábær ökuþór og bíllinn hjá Red Bull lítur hrikalega vel út en spurningin er, hvernig er nýja vélin sem þeir eru með frá Honda?“ segir Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingur um Formúlu 1, sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport aðfaranótt sunnudags og spá í titilbaráttuna sem er fram undan. Það vakti athygli þegar Daniel Ricciardo ákvað að söðla um og semja við Renault eftir fimm ár hjá Red Bull. Red Bull hefur verið það lið undanfarin ár sem hefur veitt Ferrari og Mercedes mesta keppni. Á bílnum frá Red Bull náði Ricciardo þriðja sæti í keppninni um meistaratitil ökuþóra árið 2014. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og féll örlítið í skuggann af Max Verstappen hjá Red Bull. Nú er hann númer eitt hjá Renault og er ætlað að koma franska framleiðandanum í fremstu röð. „Þrátt fyrir að Daniel sé einn af bestu ökuþórum heims tel ég að markmið þeirra ætti að vera að vera í þessu fjórða sæti þó að Daniel dreymi um heimsmeistaratitilinn þegar hann er að nálgast síðari ár ferilsins. Ég held að Red Bull, Ferrari og Mercedes verði í sérflokki í ár ef vélin hjá Red Bull reynist vel.“ Áhugavert verður að fylgjast með ökuþórum sem koma inn þetta tímabilið. Robert Kubica snýr aftur í ár, átta árum eftir að alvarlegt bílslys virtist gera út um ökuþórsferil hans. Þá eru þrír nýliðar, George Russell, Alexander Albon og Lando Norris. „Þessir strákar eru að koma alveg ótrúlega vel undirbúnir inn í þetta tímabil. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi, Fernando Alonso er farinn og Kimi Räikkönen á ekki mikið eftir. Max Verstappen þjófstartaði þessum kynslóðaskiptum og það eru margir þarna sem verður spennandi að fylgjast með. McLaren getur varla gert verr en í fyrra og það verður gaman að sjá hvað Lando Norris gerir þar,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti