Rússarannsóknin heldur áfram enn um sinn Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 15:30 Rick Gates hefur nú unnið með saksóknurum í rúmt ár. Vísir/EPA Embætti sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins óskaði eftir því í dag að frestað verði að ákveða refsingu fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann vinni enn með saksóknurum. Líklegt hefur verið talið að rannsóknin væri á lokasprettinum en beiðnin þykir benda til þess að endalok hennar séu enn ekki í sjónmáli. Í greinargerð sem saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa, skiluðu svæðisdómstól í Washington-borg óskaðu þeir eftir því við dómara að hann frestaði að ákveða refsingu Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Trump, til 14. maí. „Gates heldur áfram að vinna með áframhaldandi rannsóknum og í samræmi við það telja aðilar ekki viðeigandi að hefja ákvörðun refsing á þessari stundu,“ segir í greinargerðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gates játaði sig sekan um að hafa logið að rannsakendum og átt aðild að samsæri gegn Bandaríkjastjórn í febrúar í fyrra. Hann hefur veitt saksóknurum upplýsingar um fyrrverandi yfirmann sinn, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var dæmdur í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir ýmis brot í vikunni.Politico segir að greinargerð saksóknara bendi til þess að Gates gæti verið að vinna með saksóknurum í New York sem rannsaka innsetningarnefnd Trump. Gates tók þátt í að skipuleggja innsetningarhátíðina þrátt fyrir að Manafort hefði látið af störfum sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skóna undanfarið að rannsókn Mueller væri við það að ljúka. Fresturinn í máli Gates gæti bent til þess að enn sé nokkuð í að saksóknararnir hafi gengið frá öllum lausum endum í rannsókn sinni sem beinist einnig að því hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Embætti sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins óskaði eftir því í dag að frestað verði að ákveða refsingu fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann vinni enn með saksóknurum. Líklegt hefur verið talið að rannsóknin væri á lokasprettinum en beiðnin þykir benda til þess að endalok hennar séu enn ekki í sjónmáli. Í greinargerð sem saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa, skiluðu svæðisdómstól í Washington-borg óskaðu þeir eftir því við dómara að hann frestaði að ákveða refsingu Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Trump, til 14. maí. „Gates heldur áfram að vinna með áframhaldandi rannsóknum og í samræmi við það telja aðilar ekki viðeigandi að hefja ákvörðun refsing á þessari stundu,“ segir í greinargerðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gates játaði sig sekan um að hafa logið að rannsakendum og átt aðild að samsæri gegn Bandaríkjastjórn í febrúar í fyrra. Hann hefur veitt saksóknurum upplýsingar um fyrrverandi yfirmann sinn, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var dæmdur í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir ýmis brot í vikunni.Politico segir að greinargerð saksóknara bendi til þess að Gates gæti verið að vinna með saksóknurum í New York sem rannsaka innsetningarnefnd Trump. Gates tók þátt í að skipuleggja innsetningarhátíðina þrátt fyrir að Manafort hefði látið af störfum sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skóna undanfarið að rannsókn Mueller væri við það að ljúka. Fresturinn í máli Gates gæti bent til þess að enn sé nokkuð í að saksóknararnir hafi gengið frá öllum lausum endum í rannsókn sinni sem beinist einnig að því hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00
Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34