Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín. Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín.
Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira