Forstjóri Íslandspósts lætur af störfum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 18:46 Ingimundur Sigurpálsson, lætur af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Fbl/GVA Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00