Fleetwood og McIlroy leiða en eyjaholan fór illa með Tiger Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2019 23:15 Það var erfitt hjá Tiger í lok hringsins vísir/getty Tommy Fleetwood og Rory McIlroy leiða Players mótið eftir tvo hringi á tólf höggum undir pari. Tiger Woods fékk fjórfaldan skolla á næst síðustu holunni. Fleetwood var í forystu eftir fyrsta daginn ásamt Keegan Bradley. Hann náði ekki alveg jafn góðu flugi í dag og í gær, en spilaði þó á fimm höggum undir pari og hélt forystu sinni. Bradley átti hins vegar alls ekki góðan dag í dag og féll niður í 15. sæti. Rory McIlroy átti frábæran endasprett. Hann byrjaði hringinn á skolla en svo fóru fuglarnir að detta inn. Hann endaði hringinn svo á erni á 16. holu og fugli á þeirri 17. og jafnaði þar með Fleetwood á toppnum. Tiger Woods var nálægt því að eiga fullkominn hring, hafði farið 16 holur án þess að fá skolla en hann missteig sig all svaðalega á 17. holu, hinni þekktu eyjaholu. Hann fékk margfaldan skolla, holan er par 3 en hann fór holuna á sjö höggum. Hann skaut ítrekað í vatnið og komst ekki inn á flöt fyrr en í fimmta högginu sínu. Þar þurfti hann svo að tvípútta. Tiger kláraði hringinn í dag á einu höggi undir pari eftir þennan hrikalega skolla og er í 38. sæti á þremur höggum undir pari samtals. Sigurvegari síðasta árs Webb Simpson hefur ekki náð að vera á meðal efstu manna, hann spilaði í dag á tveimur höggum undir pari líkt og í gær og er því á fjórum höggum undir pari. Niðurskurðurinn er við tvö högg undir parið. Jim Furyk átti besta hring dagsins í dag. Hann fór hringinn á átta höggum undir pari og skaust upp í hóp efstu manna. Furyk fékk ekki einn skolla á hringnum, hann fékk átta fugla og því fór hann nærri helminginn af holunum á fugli. Samtals er hann á níu höggum undir pari í 3. - 6. sæti. Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tommy Fleetwood og Rory McIlroy leiða Players mótið eftir tvo hringi á tólf höggum undir pari. Tiger Woods fékk fjórfaldan skolla á næst síðustu holunni. Fleetwood var í forystu eftir fyrsta daginn ásamt Keegan Bradley. Hann náði ekki alveg jafn góðu flugi í dag og í gær, en spilaði þó á fimm höggum undir pari og hélt forystu sinni. Bradley átti hins vegar alls ekki góðan dag í dag og féll niður í 15. sæti. Rory McIlroy átti frábæran endasprett. Hann byrjaði hringinn á skolla en svo fóru fuglarnir að detta inn. Hann endaði hringinn svo á erni á 16. holu og fugli á þeirri 17. og jafnaði þar með Fleetwood á toppnum. Tiger Woods var nálægt því að eiga fullkominn hring, hafði farið 16 holur án þess að fá skolla en hann missteig sig all svaðalega á 17. holu, hinni þekktu eyjaholu. Hann fékk margfaldan skolla, holan er par 3 en hann fór holuna á sjö höggum. Hann skaut ítrekað í vatnið og komst ekki inn á flöt fyrr en í fimmta högginu sínu. Þar þurfti hann svo að tvípútta. Tiger kláraði hringinn í dag á einu höggi undir pari eftir þennan hrikalega skolla og er í 38. sæti á þremur höggum undir pari samtals. Sigurvegari síðasta árs Webb Simpson hefur ekki náð að vera á meðal efstu manna, hann spilaði í dag á tveimur höggum undir pari líkt og í gær og er því á fjórum höggum undir pari. Niðurskurðurinn er við tvö högg undir parið. Jim Furyk átti besta hring dagsins í dag. Hann fór hringinn á átta höggum undir pari og skaust upp í hóp efstu manna. Furyk fékk ekki einn skolla á hringnum, hann fékk átta fugla og því fór hann nærri helminginn af holunum á fugli. Samtals er hann á níu höggum undir pari í 3. - 6. sæti.
Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira