Vilja að áhrif málskots verði könnuð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 20:00 Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira